Æft fyrir sólstöðutónleika

Sverrir Vilhelmsson

Æft fyrir sólstöðutónleika

Kaupa Í körfu

Páll Óskar og Monika Abendroth fá Diddú til liðs við sig á sólstöðutónleikum í Grasagarðinum UNDANFARIN tvö sumur hafa Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari og Monika Abendroth hörpuleikari haldið sólstöðutónleika á lengsta degi ársins í Grasagarði Reykjavíkur. Á morgun, laugardag, ætla þau að endurtaka leikinn og að þessu sinni bæta við þriðja manni: "Nú ætlum við að tékka á því hvernig stóra systir passar við hljóminn," segir Páll Óskar og vísar til Diddúar, Sigrúnar Hjálmtýsdóttur. MYNDATEXTI: Hýr á brá við hörpuslátt á lengsta degi ársins: Monika Abendroth og Sigrún og Páll Óskar Hjálmtýsbörn rýna í gegnum hörpustrengina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar