Ísland - Ungverjaland knattspyrna kvenna

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Ísland - Ungverjaland knattspyrna kvenna

Kaupa Í körfu

Íslenska lands-liðið í knattspyrnu kvenna fór vel af stað í undan-keppni Evrópumóts lands-liða þegar það lagði Ungverja, 4:1, á Laugardals-velli. Þetta var jafnframt fyrsti leikur liðsins á stórmóti undir stjórn Helenu Ólafsdóttur, sem tók við þjálfun lands-liðsins snemma árs. Þá voru einnig margir leikmenn íslenska liðsins að stíga sín fyrstu skref með lands-liðinu, m.a. Margrét Lára Viðarsdóttir, 16 ára stúlka frá Vestmanna-eyjum. Hún skoraði fjórða mark íslenska liðsins. Hin þrjú mörk íslenska liðsins skoruðu þær Ásthildur Helgadóttir, Erla Hendriksdóttir og Olga Færseth. Ásthildur lék sinn 52. landsleik að þessu sinni og hefur engin íslensk kona leikið fleiri A-landsleiki. MYNDATEXTI. Íslenska liðið sigraði Ungverja með fjórum mörkum gegn einu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar