Listaverk í Hafnarfirði

Arnaldur Halldórsson

Listaverk í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

ÞAÐ dugði ekki minna til en hjálp krana og aðstoðarmanna er þýski listamaðurinn Lupus kom síðasta steininum fyrir í minnismerki um fyrstu lúthersku kirkjuna sem reist var á Íslandi. Merkið stendur við Óseyrarbryggju í Flensborgarhöfn í Hafnarfirði og myndar táknrænan gotneskan boga úr íslensku grjóti og er 6,5 metra hátt. Johannes Rau, forseti Þýskalands, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhjúpa minnismerkið 1. júlí næstkomandi þegar þýski forsetinn kemur hingað til lands í opinbera heimsókn. Þá verða liðin 400 ár frá því síðast var sungin þýsk messa í kirkjunni. MYNDATEXTI. Listaverk í Hafnarfirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar