Hestamenn á ferð

Hestamenn á ferð

Kaupa Í körfu

NÚ ER sá tími ársins sem hestamenn þeysast um fjöll og firnindi á fákum sínum. Sumir fara í margra daga ferðir um friðsælt hálendið en aðrir láta sér nægja að bregða sér á bak á láglendinu. Þessi myndarlegi hópur hestafólks var við Hellu þegar ljósmyndari Morgunblaðsins kom auga á hann á dögunum. Var ferðinni heitið með hestastóðið í sumarhagana. Veðrið lék við hestamennina og hestarnir nutu þess að spretta úr spori í blíðviðrinu. Sjálfsagt hlökkuðu hrossin líka til að fá að hlaupa frjáls um hagana í sumar. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar