Dyrhólaey opnuð

Jónas Erlendsson

Dyrhólaey opnuð

Kaupa Í körfu

EINS og undanfarin ár hefur Dyrhólaey verið lokuð fyrir allri umferð frá byrjun maí eða á meðan á varptíma fugla stendur, einnig er verið að reyna að hlífa gróðurfari eyjarinnar sem er mjög viðkvæmt fyrir ágangi, en vegna þess hvað voraði snemma er Dyrhólaey opnuð óvenju snemma í ár. Ferðmenn kunna greinilega vel að meta það því þegar fréttaritari Morgunblaðsins kom við þar var fjöldi af innlendum og erlendum ferðamönnum úti um allt að skoða Dyrhólaey, fuglalífið og sjóinn. MYNDATEXTI: Erlendur ferðamaður skoðar Bolabás austan á Dyrhólaey.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar