Táblýantsspark

Steinunn Ásmundsdóttir

Táblýantsspark

Kaupa Í körfu

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ný-ung á Egilsstöðum gekkst um helgina fyrir svokölluðum Öðruvísi Ólympíuleikum á Vilhjálmsvelli. Nemendur úr 8. til 10. bekk Egilsstaðaskóla kepptu í fimm óvenjulegum greinum og hlaut sigurvegarinn, Þorleifur Bóas Ragnarsson, flug og bíl með flugfélaginu LTU til Düsseldorf í Þýskalandi að launum. Greinarnar sem keppt var í voru skutlukast, köngulóarhlaup, frisbee-kastkeppni, táblýantsspark og mjaðmahnykkjabolti. Táblýantssparkið fór þannig fram að keppendur tóku blýant milli tánna við rásmark og spörkuðu honum eins langt og hægt var... MYNDATEXTI. Keppt var í nýstárlegri íþróttagrein, táblýantssparki, á Öðruvísi Ólympíuleikum á Vilhjálmsvelli um helgina. Sigurvegarinn, Þorleifur Bóas Ragnarsson, hlaut að launum ferð til Þýskalands með LTU.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar