Héldu uppá daginn í Þórsmörk .

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir

Héldu uppá daginn í Þórsmörk .

Kaupa Í körfu

Konur í Kvenfélaginu Einingu á Hvolsvelli héldu upp á kvenréttindadaginn 19. júní með því að fara í sannkallaða kvennaferð í Þórsmörk. Í hópnum voru 30 konur á öllum aldri. Haldið var af stað frá Hvolsvelli síðdegis og gengið um í Mörkinni og síðan grillað og sungið fram að miðnætti. Mættu sumar kvennanna með mikla eyrnalokka og í fjallapilsum í tilefni dagsins og þrátt fyrir að ekki hafi farið mikið fyrir umræðu um kvenréttindamál voru félagar í Kvenfélaginu Einingu á einu máli um að það væri sérstaklega hressandi að halda upp á daginn með ferð á þennan fallega stað á bjartasta tíma ársins. EKKI ANNAR TEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar