Írak eftir stríðið

Þorkell Þorkelsson

Írak eftir stríðið

Kaupa Í körfu

RINGULREIÐIN er það fyrsta sem slær okkur þegar komið er til Bagdad í byrjun maí, rétt eftir að stríðinu er lokið. Við sjáum þjófa skunda eftir götunum með feng sinn, allt er skítugt og rykugt og hús og götur á mörgum stöðum eru rústir einar. MYNDATEXTI: Bölvun og blessun. Hér sést stór olíuhreinsunarstöð í Bagdad. Vandamálið er að margar olíuhreinsunarstöðvanna eru í slæmu ástandi eftir langvarandi viðskiptabann og styrjaldir. Búnaðurinn sem er í notkun er gamall og úreltur en verið er að reyna að auka framleiðslugetuna. Í þessari stöð eru til dæmis uppi áform um að endurnýja stærstan hluta búnaðarins til olíuvinnslunnar. Írak er eitt ríkasta land veraldar af náttúrulegum auðlindum vegna þess gríðarlega magns af olíu sem þar finnst í jörð. Á sjöunda áratugnum ríkti mikil efnahagsleg velsæld í landinu vegna þeirra miklu fjármuna sem fengust fyrir olíuna. Nú er öldin önnur og íbúar landsins flestir afar fátækir og búa við bágar aðstæður. Sumir segja að olían sé í senn bölvun og blessun fyrir írösku þjóðina og muni ætíð verða bitbein þeirra sem berjast um völdin í Mið-Austurlöndum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar