Írak eftir stríðið

Þorkell Þorkelsson

Írak eftir stríðið

Kaupa Í körfu

RINGULREIÐIN er það fyrsta sem slær okkur þegar komið er til Bagdad í byrjun maí, rétt eftir að stríðinu er lokið. Við sjáum þjófa skunda eftir götunum með feng sinn, allt er skítugt og rykugt og hús og götur á mörgum stöðum eru rústir einar. MYNDATEXTI: Thamir og Fatíma Thamir Mahdi Salman, Fatíma, eiginkona hans, og þrjú börn þeirra eru heimilislaus. Thamir kvaðst hafa selt hús fjölskyldunnar til þess að kaupa lyf fyrir bróður sinn sem var alvarlega veikur af krabbameini og koma honum undir læknishendur. Allt kom fyrir ekki og bróðir Thamirs lést. Þau hafa síðustu misserin búið á götunni. Aðstæður þeirra eru ekkert einsdæmi. Lækniskostnaður er óheyrilegur fyrir þá efnaminni sem oft missa aleigu sína þegar alvarleg veikindi koma upp.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar