Írak eftir stríðið

Þorkell Þorkelsson

Írak eftir stríðið

Kaupa Í körfu

RINGULREIÐIN er það fyrsta sem slær okkur þegar komið er til Bagdad í byrjun maí, rétt eftir að stríðinu er lokið. Við sjáum þjófa skunda eftir götunum með feng sinn, allt er skítugt og rykugt og hús og götur á mörgum stöðum eru rústir einar. MYNDATEXTI: Taktu mynd af mér" Krakkarnir í Al Quaeid Al Mua'ases-skólanum í Bagdad voru ákaflega spenntir fyrir myndavélinni en kipptu sér ekkert upp við vélbyssuna sem einn pabbinn bar þeim til verndar. Þjófarnir sem rændu skólann eftir stríðið stálu litlu en létu sér að mestu nægja að rífa niður myndir og brjóta styttur af Saddam. Krakkarnir sem voru vanir að syngja sálm honum til dýrðar í hverjum tíma eru mjög hissa á að allt sem minnir á "föður" Saddam sé horfið og þau velta mikið fyrir sér hvert hann hafi farið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar