Írak eftir stríðið

Þorkell Þorkelsson

Írak eftir stríðið

Kaupa Í körfu

RINGULREIÐIN er það fyrsta sem slær okkur þegar komið er til Bagdad í byrjun maí, rétt eftir að stríðinu er lokið. Við sjáum þjófa skunda eftir götunum með feng sinn, allt er skítugt og rykugt og hús og götur á mörgum stöðum eru rústir einar. MYNDATEXTI: Lagður til hvíldarÍ Bagdad lágu lík á víðavangi en sums staðar hafði fólk mokað mold yfir þau til að minnka lyktina af þeim. Eitt af erfiðari verkefnum Rauða krossins og Rauða hálfmánans er að safna saman líkunum, láta bera kennsl á þau ef þess er kostur og hafa uppi á ættingjum svo hægt sé að jarðsetja manneskjuna á viðeigandi hátt. Hér var verið að koma líki af manni í bráðabirgðagröf en á skiltið er ritað nafn hans. Nokkuð hefur borið á að misindismenn ræni líkum úr bráðabirgðagrafreitum og krefjist lausnargjalds af ættingjum sem oft vilja allt til vinna til að veita sínum nánustu virðulega greftrun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar