Nemendaverðlaun fræðsluráðs

Árni Torfason

Nemendaverðlaun fræðsluráðs

Kaupa Í körfu

Níu ungmenni hlutu nemendaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn, 17. júní... Ingvar Haukur Guðmundsson, 9. bekk Víkurskóla "Ingvar Haukur er nemandi í mínum umsjónarbekk, 9. bekk. Hann kemur ætíð vel undirbúinn í kennslustundir og hefur sýnt ágætan námsárangur í bóknámi, ásamt list- og verkgreinum. Hann er fróðleiksfús og vandvirkur og sýnir hverju viðfangsefni áhuga. Ingvar er bæði greiðvikinn og hjálpsamur og tekur því sem að höndum ber af stakri jákvæðni. Hann umgengst jafnt samnemendur sem kennara af virðingu og er hvers manns hugljúfi. Ennfremur sýndi hann frumkvæði og drifkraft er nemendur bekkjarins voru að undirbúa atriði fyrir árshátíð skólans. Auk þess að sinna náminu af kostgæfni þá stundar Ingvar reglulega æfingar í frjálsum íþróttum og ber út dagblaðið DV reglulega. Ingvar er sérlega góð fyrirmynd í nemendahópnum." Solveig Thoroddsen

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar