Tollvöruskemma í Þorlákshöfn

Jón H. Sigurmundsson

Tollvöruskemma í Þorlákshöfn

Kaupa Í körfu

Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, sagði við vígslu tollvöruskemmu í Þorlákshöfn að nú væri ekkert því til fyrirstöðu að Þorlákshöfn og Höfn í Hornafirði yrðu aðaltollhafnir. Ráðherra sagði að fyrir þinginu lægi frumvarp sem Ísólfur Gylfi Pálmason og aðrir þingmenn Suðurlands stæðu að, þess efnis að þessar tvær hafnir yrðu gerðar að aðaltollhöfnum. Fjármálaráðuneytið hefur meðal annarra staðið gegn því að málið, sem lagt hefur verið fram á þremur þingum, næði fram að ganga. Nú lofaði ráðherra að beita sér fyrir því að málið fengi greiða leið gegnum þingið. Myndatexti: Dagbjartur Sveinsson bæjarstjórnarmaður, Skúli B. Árnason, tollvörður á Selfossi, Kristján Pálsson þingmaður, Hjörleifur Brynjólfsson, oddviti Ölfuss, Sesselja Jónsdóttir, bæjarstjóri Ölfuss, Drífa Hjartardóttir þingmaður, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Ingunn Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Árborgar, og Árni Johnsen þingmaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar