Svanur réðst á dreng

Skapti Hallgrímsson

Svanur réðst á dreng

Kaupa Í körfu

Sá fáheyrði atburður gerðist fyrir stuttu að álft réðst á ungan vinnuskólapilt, Hinrik Frey Hinriksson, og sló hann niður þegar hann var að raka saman gras við andapollinn á Akureyri. Hinrik, sem er 14 ára og nemandi í Brekkuskóla, sagði við Morgunblaðið að hann hefði verið að raka í rólegheitum þegar álftin kom aftan að honum og sló hann niður. MYNDATEXTI: Hinrik Freyr við andapollinn í gær. Í baksýn gætir svanaparið unga sinna. Það var karlfuglinn, vinstra megin á myndinni, sem réðst á Hinrik og svanurinn lét vel í sér heyra á meðan Morgunblaðsmenn stöldruðu við.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar