Friðbjörn Jónatansson

Atli Vigfússon

Friðbjörn Jónatansson

Kaupa Í körfu

Búskaparáhuginn endist lengi STARFSÁHUGI endist oft mjög lengi, en ekki eru allir sem geta stundað ævistarf sitt fram á níræðisaldur í nútímaþjóðfélagi þar sem fjöldi fólks verður að hætta störfum fyrir sjötugt og yfirgefa vinnumarkaðinn þó svo að það hafi fulla starfsorku. Friðbjörn Jónatansson á Nípá í Ljósavatnshreppi er 82 ára og hefur enn mjög mikinn áhuga á búskap og lætur ekki sitt eftir liggja við bústörfin. Hann er mikill hestamaður og fer alla daga á Léttfeta sínum innan um búsmalann og færir m.a. rafgirðinguna fyrir kýrnar þar sem þeim er randabeitt í grænfóðrinu. MYNDATEXTI. Friðbjörn Jónatansson í essinu sínu á baki Léttfeta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar