Tuiloma Neroni Slade
Kaupa Í körfu
"VIÐ erum of lítil ein okkar liðs til að rödd okkar heyrist," segir Tuiloma Neroni Slade, sendiherra Samóa-eyja hjá Sameinuðu þjóðunum, um mikilvægi Sambands smárra eyríkja (AOSIS) en Slade hefur lengi gegnt trúnaðarstörfum fyrir samtökin. "Það er auðvelt að gleymast ef maður er úti í jaðrinum. Það er því ljóst að samstarf gefur okkur betri möguleika á að koma áhersluatriðum okkar á framfæri, eykur líkurnar á því að okkur takist að fá aðrar þjóðir til að hlusta og taka mark á okkur." Slade var meðal heiðursgesta á opnunarhátíð Rannsóknaseturs um smáríki í Reykjavík á fimmtudaginn. Hann lætur senn af embætti sendiherra Samóa hjá SÞ en hann hefur verið kjörinn einn af dómurum Alþjóðasakamáladómstólsins nýja sem tók til starfa í Haag í Hollandi í fyrra. Fjörutíu og þrjú ríki tilheyra AOSIS og koma þau úr öllum heimshornum. Aðspurður segir Slade að þar sé einkum að finna þróunarríki, Ísland sé ekki aðili að sambandinu, enda skilgreint sem eitt af þróaðri ríkjum heimsins. Meðal meðlima eru hins vegar ríki eins og Kúba, Jamaíka, Singapore, Malta, Kýpur og síðan fjöldi smárra eyríkja í Kyrrahafi og Suður-Atlantshafi. MYNDATEXTI: Tuiloma Neroni Slade
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir