Skák í sjóferð við Grænland

Skák í sjóferð við Grænland

Kaupa Í körfu

HEIMFERÐ skákmanna Hróksins frá Qaqortoq í Grænlandi hófst með sex klukkustunda siglingu til Narssarssuaq, þar sem flugvöllurinn er. Danski stórmeistarinn Henrik Danielsen og Ingvar Jóhannsson styttu sér stundir með hraðskákum í skut skipsins meðan siglt var framhjá ísjökunum. Ingvar var tæknistjóri mótsins og sá til þess að þúsundir manna gátu fylgst með skákum á vefsíðu Hróksins. Ingvar er einnig öflugur skákmaður með um 2.200 stig og veitti stórmeistaranum harða keppni. Netið var hins vegar til að verjast flugunum. Henrik Danielsen hélt þriggja daga námskeið í Qaqortoq á vegum skákskóla Hróksins áður en mótið hófst. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar, gat varla slitið sig frá spennandi skákum skákmannanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar