Regina Pokorna teflir fjöltefli
Kaupa Í körfu
SLÓVAKÍSKA skákdrottningin Regina Pokorna tefldi fjöltefli í Húsdýragarðinum um helgina. Hún tefldi m.a. við þau systkinin Ingvar, Sverri og Ingibjörgu Ásbjörnsbörn, sem öll eru nýkomin úr frækilegu skákferðalagi til Grænlands, þar sem þau tefldu á atskákmótinu Greenland Open sem haldið var í Qaqortoq 28.-30. júní síðastliðinn. Alls telfdi Pokorna við 26 skákmenn, og sigraði hún allar skákirnar. Fyrirhugað er að halda skákuppákomur fyrir börn og unglinga klukkan 14 á hverjum laugardegi í júlí og ágúst á vegum skákfélagsins Hróksins. Munu þá ýmist verða fjöltefli eða hraðskákmót einkum ætlað fyrir yngri kynslóðina, en foreldrum er einnig velkomið að taka þátt. Þátttaka verður ókeypis.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir