Regina Pokorna teflir fjöltefli

Regina Pokorna teflir fjöltefli

Kaupa Í körfu

SLÓVAKÍSKA skákdrottningin Regina Pokorna tefldi fjöltefli í Húsdýragarðinum um helgina. Hún tefldi m.a. við þau systkinin Ingvar, Sverri og Ingibjörgu Ásbjörnsbörn, sem öll eru nýkomin úr frækilegu skákferðalagi til Grænlands, þar sem þau tefldu á atskákmótinu Greenland Open sem haldið var í Qaqortoq 28.-30. júní síðastliðinn. Alls telfdi Pokorna við 26 skákmenn, og sigraði hún allar skákirnar. Fyrirhugað er að halda skákuppákomur fyrir börn og unglinga klukkan 14 á hverjum laugardegi í júlí og ágúst á vegum skákfélagsins Hróksins. Munu þá ýmist verða fjöltefli eða hraðskákmót einkum ætlað fyrir yngri kynslóðina, en foreldrum er einnig velkomið að taka þátt. Þátttaka verður ókeypis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar