Kárahnjúkar - hjáveita

Steinunn Ásmundsdóttir

Kárahnjúkar - hjáveita

Kaupa Í körfu

Undirbúningsframkvæmdir á virkjanasvæðinu við Kárahnjúka í fullum gangi Á VIRKJANASVÆÐINU við Kárahnjúka er nú unnið af fullum krafti að gerð hjáveitu fyrir Jökulsá, en veita þarf henni framhjá stíflustæðinu sjálfu meðan stíflan er byggð. Þá er nú verið að hreinsa ofan af stíflustæðinu, unnið við boranir á Teigsbjargi og menn önnum kafnir við vegagerð um allar heiðar. Setja á bundið slitlag á veginn úr Fljótsdal inn að virkjanasvæðinu og er alls staðar á þeirri leið verið að byggja upp veginn og bera í hann. Bráðlega hefst fyrsti áfangi við lagfæringu vegslóða frá Brú á Jökuldal inn að virkjanasvæðinu, en um 30 milljónir kostar að gera veginn að tiltölulega greiðfærri fjallaslóð. Þessi spotti er um 20 km langur. Í sumar verður 6 km kafli tekinn í gegn og lýkur þeirri framkvæmd seint í haust. MYNDATEXTI: Nú er unnið að hjáveitugöngum sem Jökulsá verður veitt í meðan unnið verður við stíflustæðið og stífluna sjálfa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar