YKZ og Quarashi
Kaupa Í körfu
ÞAÐ er líflegt um að litast í Gróðurhúsinu, hljóðveri Valgeirs Sigurðssonar. Á neðri hæðinni, þar sem eldhúsaðstaðan er, situr bláhærður Japani og párar texta á blað á meðan Quarashi-menn vappa um í rólegheitum. Á efri hæðinni er Sölvi Blöndal, tón- og taktsmiður Quarashi, að vinna með meðlimum YKZ. Ung kona dottar í stól, en hún ku vera fulltrúi YKZ hjá Sony Music í Japan. Kári Sturluson, umboðsmaður Quarashi, býður mér vatn og svo kemur varaforstjóri Sony í Japan inn og segir "Hæ". Hvað er eiginlega í gangi? YKZ er fimm ára gömul rapprokksveit frá Tókýó, Japan. Hún á að baki fjórar breiðskífur. Tvær þær fyrstu voru gefnar út á óháðum merkjum en tvær þær nýjustu komu út á vegum Sony í Japan. Sú síðasta, Rock To The Beats, kom út í ár og ég fæ þær upplýsingar að sveitin sé í meðalstærri kantinum í heimalandinu en Sony leggi hins vegar um þessar mundir nokkra áherslu á bandið, sem skýrir veru varaforstjórans hér á landi! Í haust er svo stefnt á stuttskífu með sveitinni þar sem japanska hipphoppsveitin Gaki Ranger mun starfa með henni og einnig Quarashi. MYNDATEXTI: Quarashi og YKZ í góðu grilli. Tanaka (bassi) er lengst til vinstri, Akimitsu (gítar) er þriðji frá vinstri en Ogawa (söngur) er sá sem er haldið af Steina úr Quarashi.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir