YKZ og Quarashi

Halldór Kolbeins

YKZ og Quarashi

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er líflegt um að litast í Gróðurhúsinu, hljóðveri Valgeirs Sigurðssonar. Á neðri hæðinni, þar sem eldhúsaðstaðan er, situr bláhærður Japani og párar texta á blað á meðan Quarashi-menn vappa um í rólegheitum. Á efri hæðinni er Sölvi Blöndal, tón- og taktsmiður Quarashi, að vinna með meðlimum YKZ. Ung kona dottar í stól, en hún ku vera fulltrúi YKZ hjá Sony Music í Japan. Kári Sturluson, umboðsmaður Quarashi, býður mér vatn og svo kemur varaforstjóri Sony í Japan inn og segir "Hæ". Hvað er eiginlega í gangi? YKZ er fimm ára gömul rapprokksveit frá Tókýó, Japan. Hún á að baki fjórar breiðskífur. Tvær þær fyrstu voru gefnar út á óháðum merkjum en tvær þær nýjustu komu út á vegum Sony í Japan. Sú síðasta, Rock To The Beats, kom út í ár og ég fæ þær upplýsingar að sveitin sé í meðalstærri kantinum í heimalandinu en Sony leggi hins vegar um þessar mundir nokkra áherslu á bandið, sem skýrir veru varaforstjórans hér á landi! Í haust er svo stefnt á stuttskífu með sveitinni þar sem japanska hipphoppsveitin Gaki Ranger mun starfa með henni og einnig Quarashi. MYNDATEXTI: Quarashi og YKZ í góðu grilli. Tanaka (bassi) er lengst til vinstri, Akimitsu (gítar) er þriðji frá vinstri en Ogawa (söngur) er sá sem er haldið af Steina úr Quarashi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar