Nauthólsvík

Jim Smart

Nauthólsvík

Kaupa Í körfu

The Guardian telur Ylströndina meðal tíu bestu baðstranda Útlendingum finnst sérstakt að nota jarðhitavatn til að hita upp sjóinn og búa til baðströnd með þessum hætti. YLSTRÖNDIN í Nauthólsvík er meðal 10 bestu baðstranda í Evrópu að mati breska dagblaðsins The Guardian. Hvaða aðferðarfræði liggur að baki valinu kemur ekki fram, en á listanum er ekki að finna hinar dæmigerðu baðstrendur Evrópu sem Íslendingum eru að góðu kunnar. Ströndunum er skipt í flokka og þykir Ylströndin mest framandi ströndin. S'Armarador á Mallorca er meðal þeirra stranda sem einnig komust á listann, en hún þykir tilvalin fyrir fólk sem sækist eftir rólegheitum. Þá ættu þeir sem vilja tolla í tískunni að flykkjast til Forte dei Marmi í Toskana á Ítalíu, en þar er líklegra að fólk finni Prada-vörur í strandverslunum en fötur og skóflur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar