Reg Easy og Kristinn Jónasson,

Guðrún G. Bergmann

Reg Easy og Kristinn Jónasson,

Kaupa Í körfu

FYRIR nokkru undirritaði Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, í umboði bæjarfélaganna fimm á Snæfellsnesi, Snæfellsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Stykkishólmsbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar, samning við Staðardagskrá 21 um vottunarverkefni á Snæfellsnesi. Með undirritun þessa samnings er stigið enn eitt skref í átt að því að Snæfellsnes fái fullnaðarvottun sem umhverfisvænn áfangastaður sem starfar með sjálfbæra þróun í ferðaþjónustu að leiðarljósi. Reiknað er með að fyrsti vinnufundur innlendra og erlendra aðila, sem að verkefninu koma, verði haldinn í ágúst, en sumarfrí hamla því að hægt sé að halda hann fyrr. MYNDATEXTI: Reg Easy frá vottunardeild Staðardagskrár 21 og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, eftir undirritun samningsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar