Sigurður og Alexander

Arnaldur Halldórsson Sími 893-1353

Sigurður og Alexander

Kaupa Í körfu

MARGT er það sem æskan dundar sér við og gamlir leikir öðlast nýtt líf með nýjum kynslóðum. Ófáir eiga minningar frá harki upp við húsvegg og enn í dag leika krakkar sér að því að harka með krónupeninga. En nú hafa marglitir Drakkókarlar (Dracco) rutt sér til rúms í harkinu og þá gilda sömu gömlu reglurnar - þótt tilbrigði þróist vissulega innan ólíkra hópa. /Þeir bekkjarbræður og vinir, Alexander Örn Júlíusson og Sigurður Stefán Flygenring, eiga hvor um sig þónokkuð safn af Drakkókörlum og Sigurður á auk þess nokkra Jojo's-karla sem hann keypti sér á ferðalagi í Frakklandi í fyrrasumar. MYNDATEXTI: Einbeiting Alexanders leynir sér ekki þegar litríkum Drakkókarli er kastað enda skiptir öllu máli að karlinn nái að snerta vegginn en fari þó ekki langt til baka. Sigurður fylgist grannt með karlinum fljúgandi og bíður spenntur eftir úrslitum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar