Leiðarstikur á Mýrdalssandi

Jónas Erlendsson

Leiðarstikur á Mýrdalssandi

Kaupa Í körfu

MEÐFRAM suðurströndinni standa víða björgunarsveitarskýli sem eru ætluð til að veita hröktum ferðalöngum húsaskjól í neyð. Sunnan undir Hjörleifshöfða stendur eitt slíkt skýli og hefur það efalaust í upphafi verið reist þarna útaf tíðum skipströndum við suðurströndina. Ef einhver skipreka sjómaður myndi komast á land ætti hann möguleika á að bjargast í hús. Framan við húsið voru settar upp leiðarstikur með stuttu millibili alla leið fram á fjörukambinn og eftir allri fjörunni í báðar áttir. Þessar stikur eru nú allar fallnar nema ein sem enn stendur á miðjum sandi og vísar örin efst í toppnum á björgunarsveitarskýlið. MYNDATEXTI: Mýrdalssandur sunnan við Hjörleifshöfða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar