Golf

Sverrir Vilhelmsson

Golf

Kaupa Í körfu

GRÍÐARLEGUR vöxtur hefur verið í golfíþróttinni undanfarin ár og hefur hópur íslenskra afrekskylfinga stækkað mikið en enn meiri fjölgun er í þeim hópi kylfinga sem velja það að stunda íþróttina sér til ánægju og heilsubótar. MYNDATEXTI. Boðsmót í golfi undir titlinum "Áfram konur" fór fram á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal á föstudaginn. Á myndinni má sjá Jóhönnu Margréti Sveinsdóttur, Golfklúbbnum Setbergi, slá með glæsilegri sveiflu inn á völlinn en mótið var nú haldið áttunda árið í röð. Yfir 40 þátttakendum var boðið og voru þeir allt frá því að vera byrjendur yfir í sterka golfara. Að sögn mótshaldara er mótið haldið til að efla kvennagolf á Íslandi og auka samstarf milli golfklúbba en kylfingar frá fjórum golfklúbbum tóku þátt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar