Leikhópurinn Perlan undirbýr Noregsferð

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Leikhópurinn Perlan undirbýr Noregsferð

Kaupa Í körfu

LEIKHÓPNUM Perlunni hefur verið boðið til Bö í Noregi í lok júlí. Þá er minning ævintýradrottningarinnar Regine Normann heiðruð með fjölda lista- og menningarviðburða. Perlan mun frumsýna Hringilhyrning eftir Regine í þýðingu Matthíasar Kristiansen. Lesari og leikstjóri er Sigríður Eyþórsdóttir. Tónlist og áhrifahljóð samdi Máni Svavarsson. Búningar Bryndís Hilmardóttir og leikmynd Þorgeir Frímann Óðinsson. Léð hafa leikritinu raddir sínar þau Anna Kristín Arngrímsdóttir, Felix Bergsson, Helga Þ. Stephensen og Örn Árnason. Perluleikarar eru Guðrún Ósk Ingvarsdóttir, Gerður Jónsdóttir, Hildur Davíðsdóttir, Hreinn Hafliðason, Ragnar Ragnarsson, Sigfús S. Svanbergsson og Sigríður Árnadóttir. Auk Perlufélaga taka þátt í leikferðinni Bryndís Hilmarsdóttir, Sigríður H. Sveinsdóttir, Tore Skenstad og Sigríður Eyþórsdóttir. Hópinn skipa ellefu manns. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar