Önd í fönn

Atli Vigfússon Laxamýri

Önd í fönn

Kaupa Í körfu

HRETIÐ í vikunni fór illa með fuglalífið því mikill skafrenningur og ofankoma varð til þess að mikið af hreiðrum fór undir snjó. varp var hafið hjá mörgum tegundum og tjónið því mikið, en búast má við að þeir fuglar, sem voru nýlega byrjaðir, verpi aftur. Sem betur fer standa margir fuglar af sér vond veður eins og öndin á myndinni sem sat sem fastast þó að fennti yfir hana og var það tilviljun að finna hana í snjónum. Ekki var annað að sjá en að henni hefði tekist að bjarga eggjunum þrátt fyrir veðurhaminn. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar