Montinn rabarbari

Sverrir Vilhelmsson

Montinn rabarbari

Kaupa Í körfu

Sumar í lofti og allur gróður í fullum blóma. Þá er rétti tíminn til að nýta og njóta þess sem náttúran gefur. Nigella norðursins, Ásdís Sigurðardóttir, fór á njólaveiðar og bar í hús fullt fang villtra jurta sem fengu nýtt hlutverk. NJÓLI er fallegur. Rabarbari er skrautjurt. Melgresi er draumi líkast. Hundasúrur gleðja góminn. Svo fullyrðir Ásdís Sigurðardóttir, sem ekki fer út í búð og kaupir rándýrar borðskreytingar þegar hún býður til veislu, heldur trítlar hún í tvílitum gúmmístígvélum á vit villtrar náttúru, vopnuð góðum klippum. MYNDATEXTI: Montinn rabarbari í stað blóma í vasa. Hann má einnig nýta sem blævæng þegar sumarhitinn verður kæfandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar