Nauthólsvík

Nauthólsvík

Kaupa Í körfu

TALIÐ er að rúmlega sex þúsund manns hafi notið sólarinnar á ylströndinni í Nauthólsvík í fyrradag og er það met. Á góðum sólardegi eru venjulega um 2.000 til 2.500 manns á yl-ströndinni í Nauthólsvík. Sólin lék við landsmenn á miðvikudag. Hitinn í Reykjavík var um 19 gráður. Er það heitasti dagur sumarsins í höfuðborginni fram til þessa. Spáð er góðu veðri áfram hér á landi í dag og á morgun. MYNDATEXTI: Talið er að meira en 6.000 manns hafi verið í steikjandi hita í Nauthólsvík í fyrradag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar