Sólarlag í Eyjafirði

Benjamín Baldursson

Sólarlag í Eyjafirði

Kaupa Í körfu

MJÖG fallegt sólsetur blasti við vegfarendum sem leið áttu um gamla Vaðlaheiðarveginn gegnt Akureyri um miðnætti í fyrrinótt. Vegurinn er í þokkalegu ástandi en ekki myndi skaða að hefla hann vel. Fréttaritara, sem barði dýrðina augum, kom í hug erindi úr kvæði Davíðs frá Fagraskógi er hann leit út á Eyjafjörðinn. Ástum og eldi skírð óskalönd birtast mér. Hvílíka drottins dýrð dauðlegur maður sér! Allt ber hér sama svip; söm er hin gamla jörð. Hægara skaltu skip, skríða inn Eyjafjörð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar