Grillveisla hjá Blóðbankanum

Grillveisla hjá Blóðbankanum

Kaupa Í körfu

BLÓÐBANKINN þarfnast um 70 blóðgjafa daglega og til þess þarf dugmikið starfsfólk bankans að ávallt séu til nægar birgðir af blóði. Í sumar hefur bankinn kynnt hópum ungmenna starfsemi sína, nánar tiltekið samtals 100 starfsmönnum Kirkjugarða Reykjavíkur, hjá ÍTR og hjá Orkuveitunni. Að sögn Marínar Þórsdóttur hjá Blóðbankanum hefur tekist vel að ræða málin við ungmennin og af því tilefni var boðið til grillveislu í garðinum við Blóðbankann í gær, með dyggum stuðningi ýmissa fyrirtækja. MYNDATEXTI. Gestir Blóðbankans við Barónsstíg undu sér hið besta í bakgarðinum í góða veðrinu í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar