Mývatssveit loftmyndir

Mývatssveit loftmyndir

Kaupa Í körfu

FJÖLDI manns var að baða sig í bláa lóninu í Mývatnssveit þegar þessi loftmynd var tekin í sumarblíðunni í vikunni. Enn er engin aðstaða við lónið en það er myndað af affalli úr borholu í Bjarnarflagi. Ferðamenn láta það þó greinilega ekki aftra sér frá því að busla og baða sig í því. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri og forseti Baðfélags Mývatnssveitar, segir 56% allra erlendra ferðamanna hér á landi koma í Mývatnssveitina og langflesta þeirra keyra fram hjá lóninu. Margir þeirra noti þá tækifærið og baði sig þótt heldur sé varað sé við því þar sem vatnið geti verið mjög heitt. "Við erum nú að vinna í því að lónið verði flutt um einn kílómetra til suðurs og að komið verði upp aðstöðu og höfum fengið Landsvirkjun til liðs við okkur í því efni. Við erum búnir að fá framkvæmdaleyfi hjá hreppnum til þess að flytja lónið og við munum gera það í haust og vonandi opna betri aðstöðu næsta vor," segir Pétur. /Ekki annar texti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar