Farþegar selfluttir um borð í Princess Danae

Hafþór Hreiðarsson

Farþegar selfluttir um borð í Princess Danae

Kaupa Í körfu

SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Princess Danae sigldi inn Skjálfanda á dögunum og létti akkerum fyrir framan höfnina á Húsavík þar sem skipið kemst ekki að bryggju þar vegna stærðar sinnar. Erindi skipsins til Húsavíkur var að ná í um 280 farþega sem höfðu farið frá Akureyri um morguninn í skoðunarferð um Suður-Þingeyjarsýslu. Léttabátar Prinsessunnar hófu strax siglingar með farþegana að skipinu þar sem þeir stigu um borð og að því loknu hélt skipið til hafs á nýjan leik. MYNDATEXTI: Farþegar Princess Danae voru selfluttir út í skipið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar