Hvannarskurður

Jónas Erlendsson

Hvannarskurður

Kaupa Í körfu

VASKUR hópur fólks var á ferð í Mýrdal á dögunum og safnaði þar saman um fimm tonnum af laufum af ætihvönn sem nýta á í ný náttúrulyf; krem og hálstöflur, sem væntanleg eru á markað á næstunni. Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Sagamedica-Heilsujurta ehf. sem framleiðir jurtaveig og mixtúrur úr ætihvannarfræjum undir merkjum Angelica, segir að í nýju vörurnar séu notuð lauf plöntunnar en fram að þessu hefur einkum verið notast við fræ hennar. Laufin eru þurrkuð á Þorvaldseyri en reikna má með að fimm tonn af ætihvannarlaufum gefi af sér um eitt tonn af þurrkuðum laufum. MYNDATEXTI: Hópurinn sem safnaði ætihvannarlaufunum í Mýrdal á dögunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar