Sjóstangveiði með Fríðu RE 10

Sjóstangveiði með Fríðu RE 10

Kaupa Í körfu

Sjóstangaveiði á Sundunum með Fríðu RE 10 FYRR í sumar fór að sjást til gamals eikarbáts sigla inn og út úr Reykjavíkurhöfn með óvenjumarga í áhöfn að því er virtist. En ekki var allt sem sýndist, áhöfnin er tveir þrautreyndir sjómenn en allir hinir eru farþegar á leið til sjóstangaveiða á Sundunum bláu. Fyrirtækið Sjóferðir Fríðu ehf., www.simnet.is/fridare10, er í eigu hjónanna Kristjáns Steingrímssonar og Hólmfríðar Sigurðardóttur. Þau festu kaup á 23 tonna eikarbáti fyrr á árinu og hafa útbúið hann til sjóstangaveiða. Báturinn var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1964 og er knúinn áfram af 215 hestafla Volvo Penta vél. MYNDATEXTI: Esjuna ber við himin og Fríða RE vaggar veiðimönnum í kvöldkyrrðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar