Jauðhildur

Sverrir Vilhelmsson

Jauðhildur

Kaupa Í körfu

...Jauðhildur í Galleríi Skugga Þrír ungir ungir listamenn sýna saman í Galleríi Skugga. Á jarðhæð sýnir Auður Sturludóttir ljósmyndir og málverk eftir ljósmyndum hlið við hlið og skapar þannig skemmtilega spennu á milli þessara tveggja ólíku miðla sem svo lengi hafa átt í erjum. Þessi togstreita er ekki óþekkt í verkum listamanna tuttugustu aldar, til dæmis er hana að finna í ríkum mæli í verkum málarans Gerhard Richter sem m.a hefur unnið með augnablikið og skyndimyndir. Auður fer ekki mjög langt í pælingum sínum hér heldur setur fram einfalda hugmynd um muninn á málverki eftir ljósmynd og ljósmyndinni sjálfri. Í báðum tilfellum er um eftirmyndir af raunveruleikanum að ræða en unnar á mismunandi hátt. Hún snertir á spennandi efni sem hægt er að vinna meira úr, sem hún á án efa eftir að gera...

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar