Innsetning

Sverrir Vilhelmsson

Innsetning

Kaupa Í körfu

Sýning Aðalheiðar er kímin og vel unnin og þessi litla bók í frakkavasanum ljær henni aukna dýpt, minnir á brýnar spurningar. Að vissu leyti eru fígúrar Aðalheiðar unnar í bernskum stíl en þó er greinilegt að verk hennar eru ekki bernsk í eðli sínu heldur er hér hugsandi listakona á ferð. Aðalheiður er afkastamikill dugnaðarforkur sem á hrós skilið fyrir bæði starfsemi sína með Kompuna, sýningarsalinn agnarsmáa á Akureyri þar sem ótal listamenn bæði innlendir og erlendir hafa sýnt á síðastliðnum árum og fyrir að sýna dug einstaklingsframtaksins með því að opna nú 40 sýningar á 40 dögum í tilefni fertugsafmælis síns. MYNDATEXTI. Mannamyndir Aðalheiðar eru fágaðar þrátt fyrir gróf efnistök og gerðar af ríkri kímnigáfu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar