Flugvél Flugþjónustunnar

Jim Smart

Flugvél Flugþjónustunnar

Kaupa Í körfu

SVEINN Björnsson hefur rekið Flugþjónustuna við Reykjavíkurflugvöll frá 1973 og starfsemin á því 30 ára afmæli í ár. Á þeim tíma hafa um 35 þúsund flugvélar af ýmsum stærðum og gerðum átt viðskipti við Flugþjónustuna sem útvegar árlega nokkur þúsund flugfarþegum hótelherbergi, bílaleigubíla og aðra þjónustu auk þess að selja eldsneyti, veita upplýsingar um veður, gera flugáætlanir og selja mat í vélarnar á meðan þær stoppa hér á landi. MYNDATEXTI: Þetta er ein þeirra 35 þúsund flugvéla sem Flugþjónustan hefur þjónað á 30 ára starfsferli. Vélin kom í gær og á að halda til Kaliforníu í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar