Skriður

Sigurður Aðalsteinsson

Skriður

Kaupa Í körfu

MARGAR smáskriður hlupu úr fjallinu við bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í hellirigningu sem gerði á laugardag. Komu skriðurnar niður á jafnsléttu rétt við fjárhúsin þar. Glaðasólskin var fram eftir degi en síðan gerði miklar fjalla- og hitaskúrir sem voru svo þéttar að varla sá út úr augum, að sögn Gísla Pálssonar, bónda á Aðalbóli. Með skúrunum fylgdu bæði þrumur og eldingar sem ekki eru algengar á þessum slóðum. Vatnið hleypti af stað möl og jarðvegi í efstu brúnum í fjallinu fyrir ofan Aðalból og kom síðan niður lækjarfarvegina og sópaði með sér miklu grjóti og drullu sem dreifðist um sléttlendið, skemmdi girðingu og lokaði veginum inn í Snæfell um tíma. /Ekki annar texti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar