Sossa sýnir í Reykjanesbæ

Svanhildur Eiríksdóttir

Sossa sýnir í Reykjanesbæ

Kaupa Í körfu

MERKJA má nýjar áherslur í málverkum Sossu Björnsdóttur en hún opnaði sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar sl. laugardag. Sýningin mun standa út ágúst. Á sýningunni er 31 málverk, uppstillur úr borgum og bæjum og litskrúðugar landslagsmyndir. Fólkið, sem einkennt hefur verk Sossu, er ekki lengur til staðar. "Ég er búin að vera að stefna í þessa átt lengi og það er tilvalið að sýna þetta hér í þessum sal. Kannski kem ég til baka, hver veit," sagði Sossa í samtali við blaðamann. MYNDATEXTI. Miklar pælingar voru meðal gesta í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum eftir að Sossa opnaði sýningu sína um helgina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar