Fyrrverandi alþingismenn á Hvolsvelli

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir

Fyrrverandi alþingismenn á Hvolsvelli

Kaupa Í körfu

Í MESTA blíðviðri sumarsins lögðu fyrrverandi alþingismenn og makar þeirra leið sína um Suðurland í árlegri sumarferð sinni. Hópurinn sem var hátt í 90 manns lagði upp frá Reykjavík og lá leiðin fyrst til Hvolsvallar þar sem Ingibjörg Pálmadóttir og maður hennar Haraldur Sturlaugsson buðu upp á kaffiveitingar og Arthúr Björgvin Bollason sagði hópnum ýmsar sögur af Njáluslóð. Síðan var haldið inn Fljótshlíð og naut hópurinn þar leiðsagnar þeirra Margrétar Jónu Ísleifsdóttur og Pálma Eyjólfssonar. MYNDATEXTI: Fyrrverandi alþingismenn, ráðherrar og makar þeirra saman komnir í garði þeirra Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og Haraldar Sturlaugssonar á Hvolsvelli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar