KR - FC Pyunik 0:1

KR - FC Pyunik 0:1

Kaupa Í körfu

Agvan Mkrtchyan er ekki þekktasti knattspyrnumaður sem hefur stigið á stokk á Laugardalsvelli í gegnum tíðina en sá hinn sami sá til þess að Evrópuævintýri KR árið 2003 rann skeið sitt á enda í gær. KR gerði 1:1 jafntefli gegn Pyunik frá Armeníu í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en fyrri leik liðanna lauk með 1:0 sigri Pyunik. Það dugði heimamönnum skammt að á vellinum væri léttur andvari, suddi af og til, blautur völlur; sem sagt kjöraðstæður fyrir íslenska knattspyrnumenn í Evrópukeppni gegn liði frá Armeníu sem er vant því að glíma við 40 gráðu lofthita og logn. MYNDATEXTI. Kristján Sigurðsson KR-ingur háði margar rimmur við Ndoumbouk Balep Ba leikmann Pyunik á Laugardalsvelli í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar