Hollenskir göngugarpar á Lyngdalsheiði

Arnaldur Halldórsson Sími 893-1353

Hollenskir göngugarpar á Lyngdalsheiði

Kaupa Í körfu

"EN það veður!" sögðu hollensku göngugarparnir sem ljósmyndari og blaðamaður Morgunblaðsins hittu á förnum vegi á Gjábakkavegi milli Þingvalla og Laugarvatns í vikunni. Leðjan náði upp á kálfa, regnjakkinn gegnblautur, og andlitið rjótt eftir útiveruna. "Við komum til landsins á mánudag, og lögðum af stað gangandi frá Þingvöllum í morgun," sögðu þau. "Það er hvergi tré eða steinn til að skýla sér við, svo við höfum lítið hvílt okkur." ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar