Nikelsvæði skilað

Helgi Bjarnason

Nikelsvæði skilað

Kaupa Í körfu

Óvíst um not af Neðra-Nikelsvæði sem varnarliðið hefur nú skilað til ríkisins VARNARLIÐIÐ á Keflavíkurflugvelli hefur skilað varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins landi í Reykjanesbæ, svokölluðu Neðra-Nikelsvæði sem herinn er hættur að nota. Landið er í Njarðvík, milli byggðarinnar þar og í Keflavík. John J. Waickwicz flotaforingi, yfirmaður varnarliðsins, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra undirrituðu samning þessa efnis við athöfn í Keflavík í fyrradag. MYNDATEXTI: Árni Sigfússon, sem nýlega er tekinn við starfi bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hitti John J. Waickwicz í fyrsta skipti þegar flotaforinginn og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra spjölluðu saman fyrir undirritun samninganna í fyrradag en yfirmaður varnarliðins og bæjarstjóri Reykjanesbæjar eiga venjulega töluverð samskipti út af ýmsum málum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar