Flugsýning í Smáralind

Flugsýning í Smáralind

Kaupa Í körfu

HÁTÍÐIN Flugdúndur hófst í Smáralind í gær en það er kynning á áhugaflugi á vegum Flugmálafélags Íslands og aðildarfélaga þess. Sýningin verður opin alla helgina. Að sögn Gunnars Þorsteinssonar, hjá Flugmálafélagi Íslands, er kynningin haldin í tilefni af 100 ára afmæli flugsins í heiminum. "Flug Wright bræðra, fyrir 100 árum, markaði upphaf flugsins. Þeir fóru á loft, gátu haldið hæð og stjórnað vélinni sem var vélknúin. Þetta markar upphaf nútímaflugsins," segir Gunnar. Karl Eiríksson flugstjóri (l.t.h.), Arngrímur Jóhannsson flugstjóri og Bergur G. Gíslason, frumkvöðull flugs á Íslandi, voru viðstaddir upphaf flugsýningarinnar í gær. /Ekki annar texti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar