Skálholt

Arnaldur Halldórsson Sími 893-1353

Skálholt

Kaupa Í körfu

GUÐRÚN Óskarsdóttir semballeikari leikur þrjár franskar svítur eftir Johann Sebastian Bach á tónleikum í Skálholti um helgina, fyrst klukkan 17 á laugardaginn og aftur á sunnudaginn, klukkan 15. Tónleikarnir eru liður í Sumartónleikum í Skálholtskirkju. Nokkuð langt er um liðið frá því að Guðrún lék síðast á einleikstónleikum í Skálholtskirkju, eða níu ár. Það þýðir þó ekki að hún hafi tekið sér frí frá sembalnum, því hún hefur leikið með Bach-sveitinni í Skálholti undanfarin sumur, auk þess að leika með ýmsum öðrum tónlistarhópum. Spurð um verkin sem hún leikur í Skálholti, segir Guðrún Bach hafa samið frönsku svíturnar milli 1722 og 1725. "Þær eru alls sex og ég leik helminginn af þeim." MYNDATEXTI. "Skálholtskirkja er besta sembaltónleikahús á Íslandi," segir Guðrún Óskarsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar