Vesturfarasetrið

Kristján Kristjánsson

Vesturfarasetrið

Kaupa Í körfu

UNGMENNAKÓR Nýja Íslands í Kanada er staddur á Íslandi og mun kórinn halda tónleika víðs vegar um landið næstu daga. Um 30 kórfélagar eru í hópnum og með þeim um 20 aðstandendur... ... Stofnandi og stjórnandi kórsins er Rósalind Vigfusson sem getur rakið ættir sínar til Ólafsfjarðar í gegnum Krossaættina, til Flateyjardals og Hvassafells í Eyjafirði og Stóragerðis í Myrkárdal. Einar Vigfusson útskurðarmeistari, eiginmaður hennar, er líka af Krossaætt og svo ótrúlegt sem það kann að hljóma, þá eru þau bæði algjörlega kynhreinir Íslendingar. Sömu sögu er að segja um David Gislason bónda á Svaðastöðum við Árborg sem er fararstjóri hópsins. Forfeður Davids voru m.a. frá Arnarnesi í Arnarneshreppi og Dvergsstöðum í Eyjafirði. MYNDATEXTI. Fyrstu tónleikar Ungmennakórs Nýja Íslands verða í Vesturfarasetrinu á Hofsósi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar