Í gegnum Hljóðmúrinn

Í gegnum Hljóðmúrinn

Kaupa Í körfu

ÁSMUNDARSAFN er flestum kunnugt en þar er reglulega skipt um áherslur og ýmsar hliðar á verkum listamannsins kynntar. Sýningin núna nefnist Nútímamaðurinn og er vel við hæfi að leggja áherslu á þann þátt í starfi og hugsun Ásmundar. Síðasta sýning nefndist Listin á meðal fólksins en þetta tvennt einkennir verk Ásmundar öðru fremur. Honum var ávallt mjög í mun að listaverk hans döguðu ekki uppi á söfnum heldur fyndu sér samastað í daglega lífinu. Auk þess fylgdist hann vel með tækninýjungum og viðburðum í þjóðfélaginu eins og viðfangsefni verka hans gefa til kynna. Ófá verk bera nöfn sem tengjast tækninýjungum, verk eins og Rafmagn, Framtíðin, Geimdrekinn, Röntgenminnisvarði, Í gegnum hljóðmúrinn ofl. MYNDATEXTI. Ásmundi var mjög í mun að listamenn fylgdust vel með stefnum og straumum, jafnt í nýjustu tækni sem byggingarlist.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar