Listverk við Barnaspítalann

Jim Smart

Listverk við Barnaspítalann

Kaupa Í körfu

Ævintýraheimur Árið 2000 var haldin lokuð hugmyndasamkeppni um listaverk í og við nýjan Barnaspítala Hringsins í Reykjavík. Sex listamenn voru valdir til að vinna tillögur sínar áfram og varð verk Sigurðar fyrir valinu. Farið var fram á verk í þremur hlutum, skúlptúra utandyra og innanhúss, sandblástur glers í gluggum og litasamsetningu innanhúss. Hér er um að ræða verk á viðkvæmum stað, verk sem ef vel á að vera er gefandi verk. Endanlegt verk Sigurðar sem nú má sjá í og við spítalann gengur út frá heimi barnanna og ævintýranna. Úti fyrir er stóll í yfirstærð og tré úr málmi á rauðum fleti úr möl. Sandblástur í gluggum sýnir textabrot úr ævintýrum og í anddyrinu má finna þrjá stóra pússaða steina, líka þeim sem eru í fjörunni. Sigurði tekst hér að skapa listaverk sem vísar í ævintýraheim án þess að verða myndskreyting, verkið skapar sinn eigin heim sem þó er öllum opinn. Einmitt þetta hefur einkennt myndlist Sigurðar í gegnum tíðina. MYNDATEXTI. Hinir fullorðnu verða aftur litlir sem börn í heimi ævintýranna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar