Draumur á Jónsmessunótt

Draumur á Jónsmessunótt

Kaupa Í körfu

Nýstárleg sýning á hinum sígilda gamanleik Shakespeares, Draumi á Jónsmessunótt, verður frumsýnd í dag í Elliðaárdalnum af leikhópnum Sýnir. Hávar Sigurjónsson náði í skottið á leikstjóranum, Þorgeiri Tryggvasyni, þar sem hann eltist við leikendur um skóglendi dalsins. FYRIR nokkrum árum þegar ég kom í fyrsta sinn hingað að gömlu Rafstöðinni í Elliðaárdal datt mér strax í hug að hér væri kjörið að leika Drauminn. Þarna stóð leikmyndin tilbúin, höll og skógur," segir Þorgeir um ástæður þess að leikið er undir berum himni í Elliðaárdalnum. "Við höfum notið góðrar fyrirgreiðslu Orkuveitunnar og leikum að hluta inn í anddyri rafstöðvarinnar og í dyraportinu fyrir utan húsið. MYNDATEXTI. Hermía rekur raunir sínar fyrir Hyppolítu. Hrefna Friðriksdóttir og Aldís G. Davíðsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar